Löggan fær 365 hestafla Explorer Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 14:45 Nýir Ford Explorer jeppar lögreglunnar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur löngum ekið um á Ford bílum og nú ætlar Ford að bjóða lögreglunni þar vestra Ford Explorer jeppa sem verða með 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem skilar 365 hestöflum til hjólanna. Því verður aðeins erfiðara að stinga lögregluna af núna en áður. Áður bauðst lögreglunni sami bíll með 3,7 lítra vél sem var 304 hestöfl og hefur lögreglan keypt mikið af þeim bíl, enda sérframleiddur fyrir lögregluna. Lögreglan hefur í gegnum tíðina keypt mikið af Ford Crown Victoria fólksbílum en Ford hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu þess bíls, svo koma þessa öfluga Explorer gat ekki komið á betri tíma. Lögreglan í Bandaríkjunum er með svo mikið af búnaði í bílum sínum nú til dags að þörfin fyrir stærri bíla eins og Explorer jeppann eða sambærilega bíla hefur minnkað mjög eftirspurnina eftir fólksbílum. Chevrolet Tahoe, sem er stór jeppi, hefur einnig verið mjög vinsæll undanfarið hjá lögreglunni. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur löngum ekið um á Ford bílum og nú ætlar Ford að bjóða lögreglunni þar vestra Ford Explorer jeppa sem verða með 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem skilar 365 hestöflum til hjólanna. Því verður aðeins erfiðara að stinga lögregluna af núna en áður. Áður bauðst lögreglunni sami bíll með 3,7 lítra vél sem var 304 hestöfl og hefur lögreglan keypt mikið af þeim bíl, enda sérframleiddur fyrir lögregluna. Lögreglan hefur í gegnum tíðina keypt mikið af Ford Crown Victoria fólksbílum en Ford hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu þess bíls, svo koma þessa öfluga Explorer gat ekki komið á betri tíma. Lögreglan í Bandaríkjunum er með svo mikið af búnaði í bílum sínum nú til dags að þörfin fyrir stærri bíla eins og Explorer jeppann eða sambærilega bíla hefur minnkað mjög eftirspurnina eftir fólksbílum. Chevrolet Tahoe, sem er stór jeppi, hefur einnig verið mjög vinsæll undanfarið hjá lögreglunni.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent