Mercedes Benz selur vel Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 11:13 Mercedes Benz A-Class Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent
Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent