Sprettharður maður á spretthörðum bílum Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 14:45 Usain Bolt við nýja Ferrari California bíl sinn Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent