Sleppa ótrúlega úr aurskriðu Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 10:30 Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent