Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. júlí 2013 13:44 Frá tökum á Þingvöllum í dag. MYND/STÖÐ 2 Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira