Ósáttir feðgar Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 08:45 Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent
Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent