Ný mynd í bígerð hjá Baltasar Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júní 2013 17:57 Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum. Mynd/ GETTY Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira