Mark Webber til Porsche í þolakstur 27. júní 2013 14:45 Mark Webber á góðri stundu Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent
Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent