Mazda réttir úr kútnum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 10:00 Mazda6 seldist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í maí. Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent