Porsche 356 ekinn 1,6 milljón kílómetra og enn ekið daglega Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2013 08:45 Porsche 356 bíllinn, fagurblár og enn í stuði Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent