Great Wall ætlar framúr Jeep Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 11:45 Great Wall Haval 5 jeppi Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent