Afmælisútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 13:15 Svona mun afmælisútgáfan líta út Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent
Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent