Völlurinn er handónýtur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2013 09:06 Ástandið á vellinum á Sauðárkróki er slæmt, vægast sagt. Myndir / Jóhann G. Kristinsson Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. Tindastóll, KA, Dalvík/Reynir spila öll heimaleiki sína í Boganum á Akureyri. KF, sem er í Fjallabyggð, hefur enn ekki spilað heimaleik en áætlað er að liðið spili á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík. „Það var tíu sentímetra jafnfallinn snjór yfir öllu í gærmorgun,“ sagði Róbert Jóhann Haraldsson, formaður og framkvæmdarstjóri KF, við samtali við Vísi í morgun. „En við ætlum að láta reyna á þetta. Við erum að fá KA í heimsókn og við reyndum að fá leiknum frestað en það gekk ekki. KA bauð okkur að spila leikinn í Boganum en það er þeirra heimavöllur og okkur finnst það ekki koma til greina.“ „Við erum því eiginlega þvingaðir til að spila þennan leik. Þetta er stórleikur fyrir okkur - að fá stórveldi KA í heimsókn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út um helgina. Hann er upphitaður og kemur einna best undan vetri. Stúkan á kafi í snjóRóbert segir að leikmenn og dómarar munu þurfa ganga yfir stóran snjóskafl til að komast á völlinn. „Ég er með sjö leikmenn eins og er að hreinsa snjó úr stúkunni svo fólk geti setið. Við erum svo að reyna að koma varamannaskýlum og auglýsingaskiltum fyrir en þetta er meira og minna allt brotið eftir veturinn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út þann 18. maí. „Aðalmálið er við erum hræddir um að skemma völlinn. En eins og staðan er ætlum við að spila á þessum velli á laugardaginn,“ sagði Róbert en KF, sem leikur í 1. deildinni, hefur ekkert æft á grasi fyrir norðan í vor. „Við höfum æft í Boganum og æft svo tvisvar fyrir sunnan á grasi.“ Maðurinn á myndinni er labbandi á miðjum Siglufjarðarvelli. Siglufjarðarvöllur kannski tilbúinn í ágúst Róbert segir að ástandið á Siglufirði sé enn verra. Þar var snjór yfir öllu um helgina og þriggja metra hár skafl yfir hálfum vellinum. „Hann er kannski kominn niður í tvo metra núna,“ sagði Róbert og gat ekki annað en hlegið. „Við getum mögulega reynt við hann í ágúst.“ Takið eftir skaflinum sem þekur hálfan vítateiginn á Siglufirði. Risastór skafl á Siglufjarðarvelli. „Maður krossaði sig bara áður en maður leit út um gluggann í morgun. Ég hef heyrt menn kvarta undan völlunum í Reykjavík en ég minni á að það er bara sólarhingur síðan að völlurinn hér var á kafi í snjó, sagði Róbert.“ Sauðárkróksvöllur er í einkar slæmu ástandi. Sigurbjörn Árnason, vallarstjóri á Sauðárkróki, segir ástandið slæmt hjá sér enda er varla stingandi grænt strá á vellinum. „Hann er bara handónýtur, þannig lagað,“ sagði Sigurbjörn. „Það er hiti undir hlaupabrautinni og það hefur smitað aðeins út í jaðar vallarins þar sem má finna örlítið grænt gras.“ „Ég ætlaði að sá í völlinn í gær en það var bara ekki hægt vegna kulda. Það er mikil vinna fram undan.“ „Það er ljóst að við munum spila í Boganum á Akureyri eitthvað áfram. Það verður aldrei spilað hér fyrr en í lok júní og er það miðað við allra björtustu vonir.“ Förin á vellinum eru eftir gröfur sem voru notaðar til að brjóta þykkt klakalag í janúar. Sigurbjörn segir að þykkur klaki hafi verið tekinn í janúar síðastliðinum og að líklega hafi það verið um seinan. „Mestur var hann um 15 cm þykkur. Hann var búinn að liggja á honum í nokkurn tíma. En svo kom bara klaki aftur og því réði maður ekki neitt við neitt.“ „Ég man ekki eftir öðru eins, eftir að hafa verið í kringum þessi mál í þrjá áratugi.“ Fleiri velli, svo sem Akureyrarvöll, Þórsvöll og Húsavíkurvöll, má sjá efst í fréttinni. Snjór yfir stúkunni við Dalvíkurvöll. Stefán Garðar Níelsson er vallarstjóri á Dalvíkurvelli og segir helsta vandamálið þar það gríðarlega magn af snjó sem er í kringum völlinn. „Völlurinn kemur ágætlega undan vetri. Það er það eina jákvæða. En það er svo mikill snjór í kringum völlinn að það er ekki hægt að taka hann,“ segir Stefán. „Undirlagið þar er bara eins og mýri og þetta gerir það að verkum að völlurinn helst mjög blautur. Það seinkar öllu ferlinu.“ Dalvík/Reynir spilar gegn Sindra í Boganum um helgina en Stefan vonast til að liðið geti spilað á heimavelli sínum þann 8. júní. „Þá þurfa veðurguðir að vera okkur hliðhollir,“ segir hann og bætir við að það sé enn tveggja metra skaflar við hús í Dalvík. „Þetta er hvergi verra á Norðurlandi en hér á Dalvík, ekki nema þá helst inn til sveita. Þetta er alveg ömurlegt.“ Liðið hefur eins og svo mörg fleiri þurft að fara í Bogann á Akureyri til að spila og æfa. „Það eru bara blóðpeningar fyrir jafn lítið félag og okkar. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. Tindastóll, KA, Dalvík/Reynir spila öll heimaleiki sína í Boganum á Akureyri. KF, sem er í Fjallabyggð, hefur enn ekki spilað heimaleik en áætlað er að liðið spili á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík. „Það var tíu sentímetra jafnfallinn snjór yfir öllu í gærmorgun,“ sagði Róbert Jóhann Haraldsson, formaður og framkvæmdarstjóri KF, við samtali við Vísi í morgun. „En við ætlum að láta reyna á þetta. Við erum að fá KA í heimsókn og við reyndum að fá leiknum frestað en það gekk ekki. KA bauð okkur að spila leikinn í Boganum en það er þeirra heimavöllur og okkur finnst það ekki koma til greina.“ „Við erum því eiginlega þvingaðir til að spila þennan leik. Þetta er stórleikur fyrir okkur - að fá stórveldi KA í heimsókn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út um helgina. Hann er upphitaður og kemur einna best undan vetri. Stúkan á kafi í snjóRóbert segir að leikmenn og dómarar munu þurfa ganga yfir stóran snjóskafl til að komast á völlinn. „Ég er með sjö leikmenn eins og er að hreinsa snjó úr stúkunni svo fólk geti setið. Við erum svo að reyna að koma varamannaskýlum og auglýsingaskiltum fyrir en þetta er meira og minna allt brotið eftir veturinn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út þann 18. maí. „Aðalmálið er við erum hræddir um að skemma völlinn. En eins og staðan er ætlum við að spila á þessum velli á laugardaginn,“ sagði Róbert en KF, sem leikur í 1. deildinni, hefur ekkert æft á grasi fyrir norðan í vor. „Við höfum æft í Boganum og æft svo tvisvar fyrir sunnan á grasi.“ Maðurinn á myndinni er labbandi á miðjum Siglufjarðarvelli. Siglufjarðarvöllur kannski tilbúinn í ágúst Róbert segir að ástandið á Siglufirði sé enn verra. Þar var snjór yfir öllu um helgina og þriggja metra hár skafl yfir hálfum vellinum. „Hann er kannski kominn niður í tvo metra núna,“ sagði Róbert og gat ekki annað en hlegið. „Við getum mögulega reynt við hann í ágúst.“ Takið eftir skaflinum sem þekur hálfan vítateiginn á Siglufirði. Risastór skafl á Siglufjarðarvelli. „Maður krossaði sig bara áður en maður leit út um gluggann í morgun. Ég hef heyrt menn kvarta undan völlunum í Reykjavík en ég minni á að það er bara sólarhingur síðan að völlurinn hér var á kafi í snjó, sagði Róbert.“ Sauðárkróksvöllur er í einkar slæmu ástandi. Sigurbjörn Árnason, vallarstjóri á Sauðárkróki, segir ástandið slæmt hjá sér enda er varla stingandi grænt strá á vellinum. „Hann er bara handónýtur, þannig lagað,“ sagði Sigurbjörn. „Það er hiti undir hlaupabrautinni og það hefur smitað aðeins út í jaðar vallarins þar sem má finna örlítið grænt gras.“ „Ég ætlaði að sá í völlinn í gær en það var bara ekki hægt vegna kulda. Það er mikil vinna fram undan.“ „Það er ljóst að við munum spila í Boganum á Akureyri eitthvað áfram. Það verður aldrei spilað hér fyrr en í lok júní og er það miðað við allra björtustu vonir.“ Förin á vellinum eru eftir gröfur sem voru notaðar til að brjóta þykkt klakalag í janúar. Sigurbjörn segir að þykkur klaki hafi verið tekinn í janúar síðastliðinum og að líklega hafi það verið um seinan. „Mestur var hann um 15 cm þykkur. Hann var búinn að liggja á honum í nokkurn tíma. En svo kom bara klaki aftur og því réði maður ekki neitt við neitt.“ „Ég man ekki eftir öðru eins, eftir að hafa verið í kringum þessi mál í þrjá áratugi.“ Fleiri velli, svo sem Akureyrarvöll, Þórsvöll og Húsavíkurvöll, má sjá efst í fréttinni. Snjór yfir stúkunni við Dalvíkurvöll. Stefán Garðar Níelsson er vallarstjóri á Dalvíkurvelli og segir helsta vandamálið þar það gríðarlega magn af snjó sem er í kringum völlinn. „Völlurinn kemur ágætlega undan vetri. Það er það eina jákvæða. En það er svo mikill snjór í kringum völlinn að það er ekki hægt að taka hann,“ segir Stefán. „Undirlagið þar er bara eins og mýri og þetta gerir það að verkum að völlurinn helst mjög blautur. Það seinkar öllu ferlinu.“ Dalvík/Reynir spilar gegn Sindra í Boganum um helgina en Stefan vonast til að liðið geti spilað á heimavelli sínum þann 8. júní. „Þá þurfa veðurguðir að vera okkur hliðhollir,“ segir hann og bætir við að það sé enn tveggja metra skaflar við hús í Dalvík. „Þetta er hvergi verra á Norðurlandi en hér á Dalvík, ekki nema þá helst inn til sveita. Þetta er alveg ömurlegt.“ Liðið hefur eins og svo mörg fleiri þurft að fara í Bogann á Akureyri til að spila og æfa. „Það eru bara blóðpeningar fyrir jafn lítið félag og okkar. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira