Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 12:15 Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira