Gæti ekki sagt nei við NFL 28. maí 2013 11:30 Hafþór að keppa í keppninni um sterkasta mann heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur." Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur."
Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30