Garcia ósáttur við Tiger Woods Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:57 Sergio Garcia og Tiger í gær. Nordicphotos/Getty Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu. Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu.
Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00