Heimsmet í drifti Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 12:15 Barist hefur verið undanfarna mánuði um heimsmeti í drifti, eða að aka bílum á hlið sem lengsta vegalengd. Í vikunni var enn eitt nýtt heimsmetið sett á BMW M5 bíl, en BMW hafði reyndar lofað að krækja aftur í metið sem tekið hafði verið af BMW fyrir stuttu. Nýja metið var sett á prufuakstursbraut BMW í S-Karolínu í Bandaríkjunum og ökumaður bílsins, Johan Schwartz, er einn af kennurum í BMW ökuskólanum þar. Ekki verður nú nafn hans mikið þýskara. Nýja metið er nú 82,5 kílómetrar og þurfti ökumaðurinn að fara 322,5 hringi á prufubraut BMW til þess. Brautin var höfð rennandi blaut allan tímann og stöðugt vökvuð. Ökumaðurinn hefur væntanlega verið nokkuð ringlaður er hann steig úr bílnum eftirá. Metið var staðfest af heimsmetabók Guinness. Fyrra metið var 76,8 kílómetrar og sett í Abu Dhabi í febrúar. BMW M5 bíllinn sem metið var sett á er alveg óbreyttur bíll. Hann er 560 hestöfl og var á Continental ContiSport dekkjum sem sérhönnuð eru fyrir mikil átök. BMW M5 er 4,2 sekúndur í hundraðið, en það skiptir reyndar ekki svo miklu máli þegar driftað er. Sjá má ökumann heimsmetsbílsins að störfum við setningu metsins í myndskeiðinu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
Barist hefur verið undanfarna mánuði um heimsmeti í drifti, eða að aka bílum á hlið sem lengsta vegalengd. Í vikunni var enn eitt nýtt heimsmetið sett á BMW M5 bíl, en BMW hafði reyndar lofað að krækja aftur í metið sem tekið hafði verið af BMW fyrir stuttu. Nýja metið var sett á prufuakstursbraut BMW í S-Karolínu í Bandaríkjunum og ökumaður bílsins, Johan Schwartz, er einn af kennurum í BMW ökuskólanum þar. Ekki verður nú nafn hans mikið þýskara. Nýja metið er nú 82,5 kílómetrar og þurfti ökumaðurinn að fara 322,5 hringi á prufubraut BMW til þess. Brautin var höfð rennandi blaut allan tímann og stöðugt vökvuð. Ökumaðurinn hefur væntanlega verið nokkuð ringlaður er hann steig úr bílnum eftirá. Metið var staðfest af heimsmetabók Guinness. Fyrra metið var 76,8 kílómetrar og sett í Abu Dhabi í febrúar. BMW M5 bíllinn sem metið var sett á er alveg óbreyttur bíll. Hann er 560 hestöfl og var á Continental ContiSport dekkjum sem sérhönnuð eru fyrir mikil átök. BMW M5 er 4,2 sekúndur í hundraðið, en það skiptir reyndar ekki svo miklu máli þegar driftað er. Sjá má ökumann heimsmetsbílsins að störfum við setningu metsins í myndskeiðinu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent