Jafnt hjá Val og ÍBV í frábærum leik | Úrslit í Pepsi-deild kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. maí 2013 00:01 Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki