Tæknivæddur S-Class 18. maí 2013 16:34 Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent