Tvöfalt hjá ÍR annað árið í röð 2. maí 2013 20:00 Í liði ÍR-TT eru Katrín Fjóla Bragadóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir. ÍR-TT og ÍR-KLS eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla í keilu. Bæði lið unnu titilinn annað árið í röð. Kvennalið ÍR-TT vann titilinn í þriðja sinn en konurnar urðu Íslandsmeistarar 2010 og 2012. Karlalið ÍR-KLS vann hins vegar titilinn í áttunda sinn. Kvennaliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT eigast einnig við í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00.Í liði ÍR-KLS eru Magnús Magnússon, Einar Sigurður Sigurðsson, Andrés Páll Júlíusson, Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Stefán Claessen.Lið ÍR-TT á þar einnig titil að verja og getur unnið titilinn í þriðja sinn. KFR-Valkyrjur unnu titilinn fimm ár í röð frá 2004-2009. Á sama tíma keppir ÍR-KLS við lið ÍA-W í karlaflokki. ÍR-KLS hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og átta sinnum alls, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil. Lið ÍR-TT spilaði með rauðar reimar í leiknum til styrktar verkefninu „Reimum okkar besta" hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Umfjöllun um úrslitaleikinaRauðar reimar Íslandsmeistaranna.Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á Íslandsmóti liða í keilu fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 30. apríl. Kvennalið ÍR-TT vann deildarmeistarana KFR-Valkyrjur í síðustu viðureigninni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá KFR-Valkyrjum. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru 12 – 8 og 13 – 7 fyrir ÍR-TT. KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn með 5 stigum á móti 1, með 718 pinnum á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn með 6 stigum á móti 0, með 747 pinnum á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn með 5 stigum á móti 1 þegar þær spiluðu 713 í þriðja leiknum, en KFR-Valkyrjur 606 og samtals var ÍR-TT með 2.167 pinna, en KFR-Valkyrjur með 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu. Karlalið ÍR-KLS mætti félögum sínum í ÍR-PLS. Fyrir síðustu viðureignina var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS og nægði 5,5 stig til að vinna titilinn. ÍR-KLS vann fyrsta leik kvöldsins 5 - 1 og tryggði sér síðan sigurinn í öðrum leik sem fór 1 - 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS. Fyrri tvær viðureignir liðanna fóru 11 – 9 og 14 – 6 fyrir ÍR-KLS. Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 - 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411. Íþróttir Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
ÍR-TT og ÍR-KLS eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla í keilu. Bæði lið unnu titilinn annað árið í röð. Kvennalið ÍR-TT vann titilinn í þriðja sinn en konurnar urðu Íslandsmeistarar 2010 og 2012. Karlalið ÍR-KLS vann hins vegar titilinn í áttunda sinn. Kvennaliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT eigast einnig við í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00.Í liði ÍR-KLS eru Magnús Magnússon, Einar Sigurður Sigurðsson, Andrés Páll Júlíusson, Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Stefán Claessen.Lið ÍR-TT á þar einnig titil að verja og getur unnið titilinn í þriðja sinn. KFR-Valkyrjur unnu titilinn fimm ár í röð frá 2004-2009. Á sama tíma keppir ÍR-KLS við lið ÍA-W í karlaflokki. ÍR-KLS hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og átta sinnum alls, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil. Lið ÍR-TT spilaði með rauðar reimar í leiknum til styrktar verkefninu „Reimum okkar besta" hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Umfjöllun um úrslitaleikinaRauðar reimar Íslandsmeistaranna.Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á Íslandsmóti liða í keilu fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 30. apríl. Kvennalið ÍR-TT vann deildarmeistarana KFR-Valkyrjur í síðustu viðureigninni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá KFR-Valkyrjum. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru 12 – 8 og 13 – 7 fyrir ÍR-TT. KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn með 5 stigum á móti 1, með 718 pinnum á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn með 6 stigum á móti 0, með 747 pinnum á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn með 5 stigum á móti 1 þegar þær spiluðu 713 í þriðja leiknum, en KFR-Valkyrjur 606 og samtals var ÍR-TT með 2.167 pinna, en KFR-Valkyrjur með 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu. Karlalið ÍR-KLS mætti félögum sínum í ÍR-PLS. Fyrir síðustu viðureignina var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS og nægði 5,5 stig til að vinna titilinn. ÍR-KLS vann fyrsta leik kvöldsins 5 - 1 og tryggði sér síðan sigurinn í öðrum leik sem fór 1 - 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS. Fyrri tvær viðureignir liðanna fóru 11 – 9 og 14 – 6 fyrir ÍR-KLS. Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 - 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411.
Íþróttir Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira