Yfirgengilegur lúxus í Benz S-Class Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 13:15 Hér mætti dvelja í þokkalegu yfirlæti Mercedes Benz fullyrðir að meira sé lagt í S-Class en BMW 7 og Audi A8. Síðan Mercedes Benz hætti framleiðslu á Maybach ofurlúxusbílunum hefur ýmsum fundist skorta bíla frá þeim sem ná hæstu hæðum er kemur að íburði. Ef til vill er það að nást með 2014 árgerðinni af S-Class bíl Mercedes Benz. Innra útlitið er í ætt við það sem sést í allra flottustu einkaþotum og efnisvalið ekki af slakara taginu, stungið leður, harðviður og mælaborðið virðist stafrænt. Aftursætin má leggja niður ef einhver þarf nú að leggja sig og rétt fyrir svefninn er tilvalið að stilla á heitt nudd sætanna og meira að segja armhvílurnar eru upphitaðar. Ef of heitt er í lofti má hinsvegar stilla á kælinguna í sætunum. Upplýsingaskjári í mælaborðinu er á við sjónvarp að stærð, 12,3 tommur, eins og í Tesla bílum. Það sem S-Class gerir þó betur er að þeir eru tveir, annar fyrir afþreyingarkerfi bílsins en hinn fyrir aðrar aðgerðir. Verðið á S-Class er á bilinu 23,5 til 27 milljónir króna í Bandaríkjunum, en um helmingi dýrari hérlendis. Í fyrra seldust 65.158 S-Class bílar um heim allan og búast má við að salan aukist með nýrri gerð. Hann hefur alls selst í um 500.00 eintökum frá því fyrst hann kom á markað árið 2005.Fagurt handbragðHalla má aftursætunum ef syfja læðist aðHér má stilla hvernig nudd hentar þá stundina Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent
Mercedes Benz fullyrðir að meira sé lagt í S-Class en BMW 7 og Audi A8. Síðan Mercedes Benz hætti framleiðslu á Maybach ofurlúxusbílunum hefur ýmsum fundist skorta bíla frá þeim sem ná hæstu hæðum er kemur að íburði. Ef til vill er það að nást með 2014 árgerðinni af S-Class bíl Mercedes Benz. Innra útlitið er í ætt við það sem sést í allra flottustu einkaþotum og efnisvalið ekki af slakara taginu, stungið leður, harðviður og mælaborðið virðist stafrænt. Aftursætin má leggja niður ef einhver þarf nú að leggja sig og rétt fyrir svefninn er tilvalið að stilla á heitt nudd sætanna og meira að segja armhvílurnar eru upphitaðar. Ef of heitt er í lofti má hinsvegar stilla á kælinguna í sætunum. Upplýsingaskjári í mælaborðinu er á við sjónvarp að stærð, 12,3 tommur, eins og í Tesla bílum. Það sem S-Class gerir þó betur er að þeir eru tveir, annar fyrir afþreyingarkerfi bílsins en hinn fyrir aðrar aðgerðir. Verðið á S-Class er á bilinu 23,5 til 27 milljónir króna í Bandaríkjunum, en um helmingi dýrari hérlendis. Í fyrra seldust 65.158 S-Class bílar um heim allan og búast má við að salan aukist með nýrri gerð. Hann hefur alls selst í um 500.00 eintökum frá því fyrst hann kom á markað árið 2005.Fagurt handbragðHalla má aftursætunum ef syfja læðist aðHér má stilla hvernig nudd hentar þá stundina
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent