Jovan fær eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 10:22 Jovan Zdravevski. Mynd/Valli Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira