Hundruð þúsunda hafa þegar prófað DUST 514 27. mars 2013 16:30 Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. "Allt myndbandið er tekið upp í leiknum síðastliðinn föstudag. Það voru ríflega eitt þúsund EVE-spilarar sem tóku þátt í geimorrustunni og fjöldi manna sem tóku þátt í DUST-orrustunni á jörðu niðri." Þetta segir einn notandi um glænýtt kynningarmyndband CCP sem hefur slegið í gegn á einni stærstu leikjasíðu heims, IGN, síðustu daga. Þar sést vel hvernig samspil DUST 514 og EVE Online fer fram, ekki síst í ljósi þess að atburðirnir í myndbandinu áttu sér stað í leikjunum tveimur fyrir nokkrum dögum. Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. Í gærkvöldi tilkynnti CCP tilkynnti útgáfu á nýrri viðbót við prufuútgáfu (Open Beta) leiksins á GDC ráðstefnunni í San Francisco, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Útgáfan ber heitið Uprising og kemur út sama dag og CCP fagnar því að áratugur er liðinn frá útgáfu fjölspilunarleiksins EVE Online. Eins og kunnugt er hefur leikurinn stækkað og eflst á hverju ári. Eru áskrifendur hans nú rúmlega 500 þúsund. DUST 514 er í dag aðgengilegur eigendum PlayStation leikjatölva í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku í gegnum fyrrnefnda prufuútgáfu. Ekkert kostar að prófa leikinn og hafa nokkur hundruð þúsund manns nú þegar spilað hann, samkvæmt CCP. Uprising-viðbótin mun hafa í för með sér ýmsar endurbætur fyrir spilara DUST 514. Notentaviðmót leiksins breytist, grafík hefur verið bætt auk þess sem ný farartæki, vopn og landsvæði standa nú spilurum hans til boða. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem tekið var upp síðastliðinn föstudag. Leikjavísir Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
"Allt myndbandið er tekið upp í leiknum síðastliðinn föstudag. Það voru ríflega eitt þúsund EVE-spilarar sem tóku þátt í geimorrustunni og fjöldi manna sem tóku þátt í DUST-orrustunni á jörðu niðri." Þetta segir einn notandi um glænýtt kynningarmyndband CCP sem hefur slegið í gegn á einni stærstu leikjasíðu heims, IGN, síðustu daga. Þar sést vel hvernig samspil DUST 514 og EVE Online fer fram, ekki síst í ljósi þess að atburðirnir í myndbandinu áttu sér stað í leikjunum tveimur fyrir nokkrum dögum. Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. Í gærkvöldi tilkynnti CCP tilkynnti útgáfu á nýrri viðbót við prufuútgáfu (Open Beta) leiksins á GDC ráðstefnunni í San Francisco, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Útgáfan ber heitið Uprising og kemur út sama dag og CCP fagnar því að áratugur er liðinn frá útgáfu fjölspilunarleiksins EVE Online. Eins og kunnugt er hefur leikurinn stækkað og eflst á hverju ári. Eru áskrifendur hans nú rúmlega 500 þúsund. DUST 514 er í dag aðgengilegur eigendum PlayStation leikjatölva í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku í gegnum fyrrnefnda prufuútgáfu. Ekkert kostar að prófa leikinn og hafa nokkur hundruð þúsund manns nú þegar spilað hann, samkvæmt CCP. Uprising-viðbótin mun hafa í för með sér ýmsar endurbætur fyrir spilara DUST 514. Notentaviðmót leiksins breytist, grafík hefur verið bætt auk þess sem ný farartæki, vopn og landsvæði standa nú spilurum hans til boða. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem tekið var upp síðastliðinn föstudag.
Leikjavísir Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira