Toyota i-Road dansar á Rívíerunni Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 11:45 Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent
Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent