Darri upp á spítala en Þórsarar unnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2013 21:09 Darri Hilmarsson. Mynd/Vilhelm Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira