Hvernig gera má ljótan bíl ennþá ljótari Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2013 08:45 Þýska breytingafyrirtækið Mansory er ábyrgt fyrir þessu umhverfisslysi. Mercedes Benz G-Class jeppinn hefur aldrei þótt neitt fyrir augað, enda framleiddur fyrst fyrir herinn en síðar boðinn almenningi. Það telst því til nokkurs afreks að gera bílinn ennþá ljótari, en það hefur Mansory, þýsku breytingafyrirtæki, hinsvegar tekist glæsilega. Þessum rándýra bíl hefur verið breytt á þann hátt að hann líkist nú Suzuki Samurai, mörgum sinnum ódýrari bíl. Þrátt fyrir hörmulegt útlitið er mikið lagt í bílinn. Aflmikil vélin sem er í venjulegum G-Class hefur verið tjúnuð í 700 hestöfl. Bíllinn stendur á 24 tommu rándýrum felgum og jafndýrum Vredestein dekkjum. Bíllinn er meira og minna úr koltrefjum og leður úr fjölmörgum kúm skreytir hann að innan. Bílnum fylgja lausir leðurpúðar fyrir aftursætisfarþega….sem er náttúrulega nauðsynlegur aukabúnaður. Mansory hefur gefið þessum ljóta andarunga jafnljótt nafn, eða “Speranza”. Hæfir kjaftur skel. Sjá má nokkrar skár útlítandi breytingar á lúxusbílum frá Mansory í myndskeiðinu hér að ofan, en sumar þeirra gætu þó valdið velgju. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Þýska breytingafyrirtækið Mansory er ábyrgt fyrir þessu umhverfisslysi. Mercedes Benz G-Class jeppinn hefur aldrei þótt neitt fyrir augað, enda framleiddur fyrst fyrir herinn en síðar boðinn almenningi. Það telst því til nokkurs afreks að gera bílinn ennþá ljótari, en það hefur Mansory, þýsku breytingafyrirtæki, hinsvegar tekist glæsilega. Þessum rándýra bíl hefur verið breytt á þann hátt að hann líkist nú Suzuki Samurai, mörgum sinnum ódýrari bíl. Þrátt fyrir hörmulegt útlitið er mikið lagt í bílinn. Aflmikil vélin sem er í venjulegum G-Class hefur verið tjúnuð í 700 hestöfl. Bíllinn stendur á 24 tommu rándýrum felgum og jafndýrum Vredestein dekkjum. Bíllinn er meira og minna úr koltrefjum og leður úr fjölmörgum kúm skreytir hann að innan. Bílnum fylgja lausir leðurpúðar fyrir aftursætisfarþega….sem er náttúrulega nauðsynlegur aukabúnaður. Mansory hefur gefið þessum ljóta andarunga jafnljótt nafn, eða “Speranza”. Hæfir kjaftur skel. Sjá má nokkrar skár útlítandi breytingar á lúxusbílum frá Mansory í myndskeiðinu hér að ofan, en sumar þeirra gætu þó valdið velgju.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent