Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 08:00 Kerið er einn af fallegri veiðistöðum Gljúfurár. Mynd / Svavar Hávarðsson. Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Flottar bleikjur í Efri Brú í Úlfljótsvatni Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði
Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Flottar bleikjur í Efri Brú í Úlfljótsvatni Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði