Tiger sendi einkaflugvélina eftir Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2013 23:30 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum. Golf Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum.
Golf Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira