Sveini Arnari ekki refsað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2013 23:17 Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla. Sveinn Arnar var kærður fyrir atvik sem kom upp í leik liðsins gegn KFÍ um helgina. Myndbandsupptaka þótti sýna að Sveinn Arnar hefði sveiflað fætinum að höfði Damier Pitts, leikmanni KFÍ. Aga- og úrskurðarnefndin telur þó myndbandið ekki sýna með óyggjandi hætti að leikmaðurinn hafi brotið af sér. Allir nefndarmeðlimir voru þó ekki sammála og skilaði minnihlutinn sératkvæði. Úrskurðinn má lesa hér fyrir neðan: Mál nr. 22/2012-2013 Mál þetta er tekið fyrir af aga- og úrskurðanefnd á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og er niðurstaðan m.a. byggð á myndbandsupptöku af hinu kærða atviki. Í tilvísuðu reglugerðarákvæði er gerð krafa um að gögn sýni með óyggjandi hætti að brot hafi verið framið. Þrátt fyrir mjög ítarlega og ítrekaða skoðun á myndbandinu, treystir meirihluti nefndarinnar sér ekki til að fella hið meinta brot undir ákvæðið, þ.e. að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að um brot hafi verið að ræða og verður hinn kærði því látinn njóta vafans. Þessi niðurstaða fær einnig stuðning í afstöðu beggja keppnisliða til atviksins. Þegar af þeirri ástæðu telur meirihluti aga- og úrskurð-arnefndar ekki fært að beita hinn kærða viðurlögum vegna atviksins. Sveini A. Davíðssyni, leikmanni Snæfells, verður ekki gerð refsing vegna hins kærða atviks í leik KFÍ og Snæfells í Domino´s deild karla - mfl., sem fram fór sunnu-daginn 10.02 2013. Sératkvæði. Við erum sammála meirihluta nefndarinnar hvað tilvísun í reglugerð um aga- og úrskurðarmál varðar, þ.e. að málið sé tekið fyrir á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Dómari leiksins kærði atvikið og kemur fram í kæru hans að um viljandi líkamsmeiðingar hafi verið að ræða og byggir það mat á skoðun atviksins á upptöku. Aga- og úrskurðarnefnd er ekki bundin af því mati dómara þegar svo háttar til sem hér, þ.e. þegar atvik fer framhjá dómara meðan á leik stendur en kært er fyrir það eftir á. Nefndin leggur því sitt mat á atvikið. Við getum ekki tekið undir mat meirihlutans að ekkert brot hafi verið framið, enda sýnir upptaka af atvikinu vel að leikmaður Snæfells rykkir fót sínum í átt að andliti leikmanns KFÍ sem liggur á gólfinu. Í því felst háskalegt athæfi en ljóst er þó að afleiðingar þess voru þó litlar sem engar. Þá er rétt að benda á að í yfirlýsingum liðanna ber nokkuð í milli um atvik málsins og að okkar mati er ekki hægt að lesa úr yfirlýsingu KFÍ viðurkenningu þess efnis að ekkert brot hafi átt sér stað en þar kemur fram að leikmaður Snæfells setji "fót í höfuð leikmanns KFÍ". Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar vill sýkna leikmann Snæfells teljum við þó óþarft að kveða á um viðurlög. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla. Sveinn Arnar var kærður fyrir atvik sem kom upp í leik liðsins gegn KFÍ um helgina. Myndbandsupptaka þótti sýna að Sveinn Arnar hefði sveiflað fætinum að höfði Damier Pitts, leikmanni KFÍ. Aga- og úrskurðarnefndin telur þó myndbandið ekki sýna með óyggjandi hætti að leikmaðurinn hafi brotið af sér. Allir nefndarmeðlimir voru þó ekki sammála og skilaði minnihlutinn sératkvæði. Úrskurðinn má lesa hér fyrir neðan: Mál nr. 22/2012-2013 Mál þetta er tekið fyrir af aga- og úrskurðanefnd á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og er niðurstaðan m.a. byggð á myndbandsupptöku af hinu kærða atviki. Í tilvísuðu reglugerðarákvæði er gerð krafa um að gögn sýni með óyggjandi hætti að brot hafi verið framið. Þrátt fyrir mjög ítarlega og ítrekaða skoðun á myndbandinu, treystir meirihluti nefndarinnar sér ekki til að fella hið meinta brot undir ákvæðið, þ.e. að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að um brot hafi verið að ræða og verður hinn kærði því látinn njóta vafans. Þessi niðurstaða fær einnig stuðning í afstöðu beggja keppnisliða til atviksins. Þegar af þeirri ástæðu telur meirihluti aga- og úrskurð-arnefndar ekki fært að beita hinn kærða viðurlögum vegna atviksins. Sveini A. Davíðssyni, leikmanni Snæfells, verður ekki gerð refsing vegna hins kærða atviks í leik KFÍ og Snæfells í Domino´s deild karla - mfl., sem fram fór sunnu-daginn 10.02 2013. Sératkvæði. Við erum sammála meirihluta nefndarinnar hvað tilvísun í reglugerð um aga- og úrskurðarmál varðar, þ.e. að málið sé tekið fyrir á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Dómari leiksins kærði atvikið og kemur fram í kæru hans að um viljandi líkamsmeiðingar hafi verið að ræða og byggir það mat á skoðun atviksins á upptöku. Aga- og úrskurðarnefnd er ekki bundin af því mati dómara þegar svo háttar til sem hér, þ.e. þegar atvik fer framhjá dómara meðan á leik stendur en kært er fyrir það eftir á. Nefndin leggur því sitt mat á atvikið. Við getum ekki tekið undir mat meirihlutans að ekkert brot hafi verið framið, enda sýnir upptaka af atvikinu vel að leikmaður Snæfells rykkir fót sínum í átt að andliti leikmanns KFÍ sem liggur á gólfinu. Í því felst háskalegt athæfi en ljóst er þó að afleiðingar þess voru þó litlar sem engar. Þá er rétt að benda á að í yfirlýsingum liðanna ber nokkuð í milli um atvik málsins og að okkar mati er ekki hægt að lesa úr yfirlýsingu KFÍ viðurkenningu þess efnis að ekkert brot hafi átt sér stað en þar kemur fram að leikmaður Snæfells setji "fót í höfuð leikmanns KFÍ". Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar vill sýkna leikmann Snæfells teljum við þó óþarft að kveða á um viðurlög.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira