Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Kristján Hjálmarsson skrifar 16. febrúar 2013 17:42 Þessi bleikja er vel væn, um það blandast ekki nokkrum manni hugur. Þær finnast margar svona í Hörgá. Mynd/Guðrún Kristófersdóttir Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Félögin hafa verið með uppákomur í hverri viku í allan vetur - kynningar á ám, fluguhnýtingarkvöld og ýmis konar fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Afar góð mæting hefur verið á kvöldunum og hafa jafnvel nokkrir tugir veiðimanna lagt leið sína á þau. Á mánudaginn kemur verður Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, með erindi um bleikjuna en hann er mikil "bleikjuspekúlant" eins og segir á vef SVAK. hann mun meðal ananrs fjalla um heimkynni bleikjunnar og lífshætti, rannsóknir og veiðitölur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is og hefst klukkan 20.00. Stangveiði Mest lesið Maðkur er munaðarvara Veiði Rammskökk Sunray Shadow eða skoska aðferðin Veiði Fyrstu laxarnir komnir úr Ytri Rangá Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 20 laxar veiddust í Urriðafossi í gær Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði
Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Félögin hafa verið með uppákomur í hverri viku í allan vetur - kynningar á ám, fluguhnýtingarkvöld og ýmis konar fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Afar góð mæting hefur verið á kvöldunum og hafa jafnvel nokkrir tugir veiðimanna lagt leið sína á þau. Á mánudaginn kemur verður Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, með erindi um bleikjuna en hann er mikil "bleikjuspekúlant" eins og segir á vef SVAK. hann mun meðal ananrs fjalla um heimkynni bleikjunnar og lífshætti, rannsóknir og veiðitölur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is og hefst klukkan 20.00.
Stangveiði Mest lesið Maðkur er munaðarvara Veiði Rammskökk Sunray Shadow eða skoska aðferðin Veiði Fyrstu laxarnir komnir úr Ytri Rangá Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 20 laxar veiddust í Urriðafossi í gær Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði