50.000 Nissan Leaf seldir Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 14:30 95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent
95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent