Biðla til afkomenda Flugumanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2013 10:52 Veiðhúsið við Hrunakrók var flutt til byggða í fyrra þar sem verið er að endurgera húsið í upprunalegri mynd, Mynd / Björgólfur Hávarðsson. Leita á til ættingja og afkomenda stofnenda veiðifélagsins Flugunnar til að afla heimilda um veiðikofann í Hrunakrók í Stóru-Laxá. Eins og fram hefur komið á Veiðivísi er Veiðifélag Stóru Laxár og Lax-á að gera upp litla veiðihúsið upp við Hrunakrók. Þessi kofi er kenndur við listamanninn Guðmund í Miðdal. Til stendur að koma upp veiðminjasafni í Hrunakrókskofanum. "Til að geta komið safninu upp þá vantar okkur að komast í samband við afkomendur og ættingja þessara ágætu stofnenda Veiðifélagsins Flugunar. Við erum að leita af gömlum ljósmyndum sem við mættum afrita og einnig hlutum/veiðiminjum til láns eða kaups sem tengjast þessu merka tímabili," segir í pósti sem Veiðivísi barst frá Lax-á. Fram kemur að veiðihúsið eigi sér stórmerkilega sögu og gera eigi það upp í upprunalegri mynd. Vilji standi til að safna saman munum og ljósmyndum frá síðustu öld og setja upp lítið en vandað veiðiminjasafn sem verði öllum opið á sumrin. Þá segir að veiðifélagið Flugan hafi verið atkvæðamikið við Stóru Laxá um árabil og staðið fyrir því að koma upp veiðihúsinu upp við Hrunakrók.Stofnendur Veiðifélagsins Flugunnar voru: Sæmundur Stefánsson Ósvaldur Knudsen Páll Hallgrímsson kristinn Hallgrímsson Guðmundur Jóhansson Skúli Thorarensen Runólfur Kjartansson Magnús Kjaran Sigurliði Kristjánsson Guðmundur R. Oddsson Egill Thorarensen Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Hákon Guðmundsson Einar Gíslason. "Öll hjálp er vel þegin, vinsamlegast hafið samband við Árna Baldursson arnibald@lax-a.is eða í síma 8983601," segir í skeytinu frá Lax-á. Stangveiði Mest lesið Kuldinn hægir á laxinum Veiði Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna Veiði
Leita á til ættingja og afkomenda stofnenda veiðifélagsins Flugunnar til að afla heimilda um veiðikofann í Hrunakrók í Stóru-Laxá. Eins og fram hefur komið á Veiðivísi er Veiðifélag Stóru Laxár og Lax-á að gera upp litla veiðihúsið upp við Hrunakrók. Þessi kofi er kenndur við listamanninn Guðmund í Miðdal. Til stendur að koma upp veiðminjasafni í Hrunakrókskofanum. "Til að geta komið safninu upp þá vantar okkur að komast í samband við afkomendur og ættingja þessara ágætu stofnenda Veiðifélagsins Flugunar. Við erum að leita af gömlum ljósmyndum sem við mættum afrita og einnig hlutum/veiðiminjum til láns eða kaups sem tengjast þessu merka tímabili," segir í pósti sem Veiðivísi barst frá Lax-á. Fram kemur að veiðihúsið eigi sér stórmerkilega sögu og gera eigi það upp í upprunalegri mynd. Vilji standi til að safna saman munum og ljósmyndum frá síðustu öld og setja upp lítið en vandað veiðiminjasafn sem verði öllum opið á sumrin. Þá segir að veiðifélagið Flugan hafi verið atkvæðamikið við Stóru Laxá um árabil og staðið fyrir því að koma upp veiðihúsinu upp við Hrunakrók.Stofnendur Veiðifélagsins Flugunnar voru: Sæmundur Stefánsson Ósvaldur Knudsen Páll Hallgrímsson kristinn Hallgrímsson Guðmundur Jóhansson Skúli Thorarensen Runólfur Kjartansson Magnús Kjaran Sigurliði Kristjánsson Guðmundur R. Oddsson Egill Thorarensen Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Hákon Guðmundsson Einar Gíslason. "Öll hjálp er vel þegin, vinsamlegast hafið samband við Árna Baldursson arnibald@lax-a.is eða í síma 8983601," segir í skeytinu frá Lax-á.
Stangveiði Mest lesið Kuldinn hægir á laxinum Veiði Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna Veiði