David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 09:36 David Cameron fyrir utan Downing-stræti 10. Nordicphotos/Getty David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu.
Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira