Sundrungarpólitíkin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. desember 2012 06:00 Í upphafi ársins sem brátt er á enda buðu dönsk stjórnvöld blaðamönnum frá um 30 Evrópuríkjum til Kaupmannahafnar, í tilefni af því að Danir tóku þá við forsætinu í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hópurinn hitti flesta ráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar, fulltrúa allra flokka á þingi, seðlabankastjóra, hagfræðinga, fulltrúa atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Það vakti athygli – ekki sízt íslenzka blaðamannsins – að í þessum hópi ríkti býsna breið samstaða bæði um greiningu á þeim vanda sem við var að etja og um leiðir Dana út úr vandanum. Með undantekningum yzt á hægri og vinstri væng stjórnmálanna voru forystumenn í dönsku stjórnmála- og atvinnulífi sammála um stóru atriðin í utanríkisstefnunni, til dæmis afstöðu til Evrópusamstarfsins, og um efnahagsstefnuna, þar á meðal hvaða ramma og starfsskilyrði ætti að búa dönskum fyrirtækjum. Aðspurðir út í þessa samstöðupólitík svöruðu danskir viðmælendur því gjarnan til að Danir væru bara alltof fámenn þjóð til að þar gæti hver höndin verið upp á móti annarri í stærstu og mikilvægustu málunum. Það yrði að leita að sáttagrundvelli til að þoka landinu áfram og út úr núverandi efnahagsþrengingum. Það fannst blaðamanninum frá Íslandi óneitanlega mjög umhugsunarvert viðhorf. Íslenzkir stjórnmálamenn hafa stundum svipaðar heitstrengingar á vörum. Við þekkjum til dæmis fyrirheitin um að breyta vinnubrögðum á Alþingi, reyna að vinna skipulegar og nota vandaðri vinnubrögð, detta ekki sjálfkrafa ofan í pólitískar skotgrafir og svo framvegis. Þegar horft er yfir árið sem endar í kvöld, bendir afskaplega fátt til að íslenzkir stjórnmálamenn hafi náð nokkrum árangri á þeim vígstöðvum. Ríkisstjórnin hefur ekki leitað eftir og þar af leiðandi heldur ekki náð neinni breiðri samstöðu um stór og afdrifarík mál á borð við breytingar á stjórnarskránni, starfsumhverfi sjávarútvegsins eða hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda fyrir virkjunum. Um önnur stór mál eins og stöðu Íslands í samfélagi þjóða, peningastefnuna, gjaldmiðilinn og hvernig eigi að losna við gjaldeyrishöftin ríkir engin samstaða. Alls ekki um greininguna á stöðunni og því síður um leiðirnar út úr henni. Þessi staða mála gerir Ísland ekki að betri stað til að fjárfesta eða reka fyrirtæki. Í aðdraganda þingkosninganna, sem verða haldnar í vor, bendir fátt til að stjórnmálaflokkarnir reyni að jafna ágreining sinn og byggja brýr til að geta auðveldað stjórnarmyndun að loknum kosningum, eins og við sjáum stundum að stjórnmálaflokkar í hinum norrænu ríkjunum gera. Þvert á móti virðist líklegra að margir flokkanna leiti meira út á jaðra hins pólitíska litrófs til að marka sér sérstöðu. Sundrungarpólitíkin verður allsráðandi seinnipart þessa kosningavetrar. Tilefnin til að vera bjartsýn á að þetta breytist eitthvað eru fá. Samt er hægt að vona að einhverjir íslenzkir stjórnmálamenn noti tækifærið um áramótin og strengi þess heit að læra eitthvað af smáþjóðunum í kringum okkur um hvernig má leita að samstöðu og samvinnu á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun
Í upphafi ársins sem brátt er á enda buðu dönsk stjórnvöld blaðamönnum frá um 30 Evrópuríkjum til Kaupmannahafnar, í tilefni af því að Danir tóku þá við forsætinu í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hópurinn hitti flesta ráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar, fulltrúa allra flokka á þingi, seðlabankastjóra, hagfræðinga, fulltrúa atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Það vakti athygli – ekki sízt íslenzka blaðamannsins – að í þessum hópi ríkti býsna breið samstaða bæði um greiningu á þeim vanda sem við var að etja og um leiðir Dana út úr vandanum. Með undantekningum yzt á hægri og vinstri væng stjórnmálanna voru forystumenn í dönsku stjórnmála- og atvinnulífi sammála um stóru atriðin í utanríkisstefnunni, til dæmis afstöðu til Evrópusamstarfsins, og um efnahagsstefnuna, þar á meðal hvaða ramma og starfsskilyrði ætti að búa dönskum fyrirtækjum. Aðspurðir út í þessa samstöðupólitík svöruðu danskir viðmælendur því gjarnan til að Danir væru bara alltof fámenn þjóð til að þar gæti hver höndin verið upp á móti annarri í stærstu og mikilvægustu málunum. Það yrði að leita að sáttagrundvelli til að þoka landinu áfram og út úr núverandi efnahagsþrengingum. Það fannst blaðamanninum frá Íslandi óneitanlega mjög umhugsunarvert viðhorf. Íslenzkir stjórnmálamenn hafa stundum svipaðar heitstrengingar á vörum. Við þekkjum til dæmis fyrirheitin um að breyta vinnubrögðum á Alþingi, reyna að vinna skipulegar og nota vandaðri vinnubrögð, detta ekki sjálfkrafa ofan í pólitískar skotgrafir og svo framvegis. Þegar horft er yfir árið sem endar í kvöld, bendir afskaplega fátt til að íslenzkir stjórnmálamenn hafi náð nokkrum árangri á þeim vígstöðvum. Ríkisstjórnin hefur ekki leitað eftir og þar af leiðandi heldur ekki náð neinni breiðri samstöðu um stór og afdrifarík mál á borð við breytingar á stjórnarskránni, starfsumhverfi sjávarútvegsins eða hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda fyrir virkjunum. Um önnur stór mál eins og stöðu Íslands í samfélagi þjóða, peningastefnuna, gjaldmiðilinn og hvernig eigi að losna við gjaldeyrishöftin ríkir engin samstaða. Alls ekki um greininguna á stöðunni og því síður um leiðirnar út úr henni. Þessi staða mála gerir Ísland ekki að betri stað til að fjárfesta eða reka fyrirtæki. Í aðdraganda þingkosninganna, sem verða haldnar í vor, bendir fátt til að stjórnmálaflokkarnir reyni að jafna ágreining sinn og byggja brýr til að geta auðveldað stjórnarmyndun að loknum kosningum, eins og við sjáum stundum að stjórnmálaflokkar í hinum norrænu ríkjunum gera. Þvert á móti virðist líklegra að margir flokkanna leiti meira út á jaðra hins pólitíska litrófs til að marka sér sérstöðu. Sundrungarpólitíkin verður allsráðandi seinnipart þessa kosningavetrar. Tilefnin til að vera bjartsýn á að þetta breytist eitthvað eru fá. Samt er hægt að vona að einhverjir íslenzkir stjórnmálamenn noti tækifærið um áramótin og strengi þess heit að læra eitthvað af smáþjóðunum í kringum okkur um hvernig má leita að samstöðu og samvinnu á erfiðum tímum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun