Svaraðu manneskja! Friðrika Benónýs skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað," segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Þessir tæknivæddu tímar gera ekki ráð fyrir einkalífi. Það á að vera hægt að ná í þig á stundinni í gegnum síma eða tölvu, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Kjósir þú að svara ekki er það álitinn dónaskapur eða hroki nema hvort tveggja sé. Með því að nýta þér samskiptatæki yfir höfuð virðist þú hafa skrifað undir samning þess efnis að allir eigi að geta náð í þig þegar þeim hentar hvernig sem á stendur fyrir þér. Þú átt ekki tíma þinn, tæknin á hann og þú virðist ekki hafa atkvæðisrétt í málinu. Verandi sú skástífa sem ég er hef ég tekið upp þann sið að svara ekki í síma utan vinnutíma, vinum mínum til mikillar gremju. Þau eru ófá skilaboðin sem berast á Facebook þar sem ásökunum um eigingirni, dónaskap og lélega vináttu rignir yfir mig. Ég svara eftir dúk og disk, bið forláts, ég hafi mikið að gera og þeim fáu klukkustundum sólarhringsins sem ekki fari í vinnu vilji ég gjarnan fá að ráðstafa sjálf. Ekki þykir það gild afsökun og næstu skilaboð eru gjarnan enn harðorðari en þau fyrstu. Hvernig dirfist ég að kalla það að sinna ekki vinum mínum ráðstöfun eigin tíma? Og var ég ekki að segja frá því á Facebook að ég hefði farið út að borða? Aldeilis ekki vinnan sem heldur mér frá samskiptum greinilega, ég er bara eigingjörn tík. Að taka eigin félagsskap fram yfir félagsskap annarra er ekki viðurkenndur möguleiki. Nei, það hlýtur að liggja eitthvað annað og grunsamlegra að baki. Samsæriskenningar blossa upp og vinkonur eiga löng símtöl sín á milli þar sem önnur yfirheyrir hina um hvort ég sé eitthvað móðguð út í sig. Hin hummar og jæjar og segir já og kannski og þegar ég hugsa út í það…Og snjóboltinn hleður utan á sig með ógnarhraða. Útskýringar mínar eru ekki skóbótar virði og áður en hendi er veifað er búið að skipa í lið í vinahópnum; með og á móti. Svona verða stríðin til. Skilaboðin í innboxinu skiptast nú í tvo flokka; svívirðingar eða stuðningsyfirlýsingar. Og allt sem ég braut af mér var að svara ekki í síma. Ég held ég hætti bara alfarið að lesa skilaboð á Facebook líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað," segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Þessir tæknivæddu tímar gera ekki ráð fyrir einkalífi. Það á að vera hægt að ná í þig á stundinni í gegnum síma eða tölvu, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Kjósir þú að svara ekki er það álitinn dónaskapur eða hroki nema hvort tveggja sé. Með því að nýta þér samskiptatæki yfir höfuð virðist þú hafa skrifað undir samning þess efnis að allir eigi að geta náð í þig þegar þeim hentar hvernig sem á stendur fyrir þér. Þú átt ekki tíma þinn, tæknin á hann og þú virðist ekki hafa atkvæðisrétt í málinu. Verandi sú skástífa sem ég er hef ég tekið upp þann sið að svara ekki í síma utan vinnutíma, vinum mínum til mikillar gremju. Þau eru ófá skilaboðin sem berast á Facebook þar sem ásökunum um eigingirni, dónaskap og lélega vináttu rignir yfir mig. Ég svara eftir dúk og disk, bið forláts, ég hafi mikið að gera og þeim fáu klukkustundum sólarhringsins sem ekki fari í vinnu vilji ég gjarnan fá að ráðstafa sjálf. Ekki þykir það gild afsökun og næstu skilaboð eru gjarnan enn harðorðari en þau fyrstu. Hvernig dirfist ég að kalla það að sinna ekki vinum mínum ráðstöfun eigin tíma? Og var ég ekki að segja frá því á Facebook að ég hefði farið út að borða? Aldeilis ekki vinnan sem heldur mér frá samskiptum greinilega, ég er bara eigingjörn tík. Að taka eigin félagsskap fram yfir félagsskap annarra er ekki viðurkenndur möguleiki. Nei, það hlýtur að liggja eitthvað annað og grunsamlegra að baki. Samsæriskenningar blossa upp og vinkonur eiga löng símtöl sín á milli þar sem önnur yfirheyrir hina um hvort ég sé eitthvað móðguð út í sig. Hin hummar og jæjar og segir já og kannski og þegar ég hugsa út í það…Og snjóboltinn hleður utan á sig með ógnarhraða. Útskýringar mínar eru ekki skóbótar virði og áður en hendi er veifað er búið að skipa í lið í vinahópnum; með og á móti. Svona verða stríðin til. Skilaboðin í innboxinu skiptast nú í tvo flokka; svívirðingar eða stuðningsyfirlýsingar. Og allt sem ég braut af mér var að svara ekki í síma. Ég held ég hætti bara alfarið að lesa skilaboð á Facebook líka.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun