Ljóðið um aðventukertin fjögur 11. desember 2012 11:00 Aðventukrans. Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Jólafréttir Mest lesið Jól í anda fagurkerans Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Leikum okkur um jólin Jólin Jólakransinn er ómissandi um jólin Jól Fullkomin jólaförðun með rauðum varalit Jól Fögur er foldin Jól Lax í jólaskapi Jólin
Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands
Jólafréttir Mest lesið Jól í anda fagurkerans Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Leikum okkur um jólin Jólin Jólakransinn er ómissandi um jólin Jól Fullkomin jólaförðun með rauðum varalit Jól Fögur er foldin Jól Lax í jólaskapi Jólin