Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir Guðsteinn skrifar 11. október 2012 00:01 Jekaterína Samúsevitsj, María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova í glerbúrinu, sem sakborningar eru hafðir í.nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“ Andóf Pussy Riot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“
Andóf Pussy Riot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira