Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London 1. september 2012 01:00 Borís Berezovskíj Vildi fá skaðabætur frá Roman Abramovich fyrir að hafa haft af sér stórfé með hótunum. nordicphotos/AFP „Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
„Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira