Arnór: Þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2012 07:00 Arnór lék síðast með Magdeburg í þýsku deildinni. fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi." Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi."
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira