Engum til gagns Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2012 22:00 Bíó. Total Recall. Leikstjórn: Len Wiseman. Leikarar: Colin Farrell, Kate Beckinsale, Jessica Biel, Bryan Cranston, Bokeem Woodbine, John Cho, Bill Nighy. Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. 21. öldin er senn á enda og verkamaðurinn Douglas Quaid (Colin Farrell) ákveður dag einn að leyfa fyrirtækinu Rekall að koma nýjum minningum fyrir í hausnum á sér. Þetta á að hjálpa honum að takast á við lítt merkilegar athafnir hins daglega lífs og láta honum finnast hann hafa gert eitthvað virkilega magnað. Gamanið kárnar þó fljótt og í ljós kemur að Quaid á sér dularfulla fortíð sem hann man ekki einu sinni sjálfur eftir. Stórbrotin sviðsmyndin er af Blade Runner-skólanum og tæknibrellurnar svíkja engan. Fyrsta klukkutímann stefnir myndin í rétta átt og þrátt fyrir stöðugan (og mögulega ósanngjarnan) samanburð við eldri myndina tekst leikstjóranum að halda athygli manns ágætlega. Um miðbik er hins vegar eins og hann setji á sjálfstýringu og úr verður óspennandi hasargrautur sem er freistandi að dotta yfir. Brellumontið missir að endingu sjarmann, illmennið er leiðinlega ofleikið og sögulokin fyrirsjáanleg. Maður spyr sig reglulega hvers vegna bandarískir framleiðendur kjósa frekar að grafa hugmyndir upp úr gömlum sarpi og kvikmynda þær upp á nýtt í stað þess að reyna við eitthvað frumsamið og ferskt. Total Recall er þrælskemmtileg kvikmynd og hefur verið það síðustu 22 árin, en þessar endurbætur eru engum til gagns. Niðurstaða: Hér er lítið meira í boði en sviðsmyndin og brellurnar. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó. Total Recall. Leikstjórn: Len Wiseman. Leikarar: Colin Farrell, Kate Beckinsale, Jessica Biel, Bryan Cranston, Bokeem Woodbine, John Cho, Bill Nighy. Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. 21. öldin er senn á enda og verkamaðurinn Douglas Quaid (Colin Farrell) ákveður dag einn að leyfa fyrirtækinu Rekall að koma nýjum minningum fyrir í hausnum á sér. Þetta á að hjálpa honum að takast á við lítt merkilegar athafnir hins daglega lífs og láta honum finnast hann hafa gert eitthvað virkilega magnað. Gamanið kárnar þó fljótt og í ljós kemur að Quaid á sér dularfulla fortíð sem hann man ekki einu sinni sjálfur eftir. Stórbrotin sviðsmyndin er af Blade Runner-skólanum og tæknibrellurnar svíkja engan. Fyrsta klukkutímann stefnir myndin í rétta átt og þrátt fyrir stöðugan (og mögulega ósanngjarnan) samanburð við eldri myndina tekst leikstjóranum að halda athygli manns ágætlega. Um miðbik er hins vegar eins og hann setji á sjálfstýringu og úr verður óspennandi hasargrautur sem er freistandi að dotta yfir. Brellumontið missir að endingu sjarmann, illmennið er leiðinlega ofleikið og sögulokin fyrirsjáanleg. Maður spyr sig reglulega hvers vegna bandarískir framleiðendur kjósa frekar að grafa hugmyndir upp úr gömlum sarpi og kvikmynda þær upp á nýtt í stað þess að reyna við eitthvað frumsamið og ferskt. Total Recall er þrælskemmtileg kvikmynd og hefur verið það síðustu 22 árin, en þessar endurbætur eru engum til gagns. Niðurstaða: Hér er lítið meira í boði en sviðsmyndin og brellurnar.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið