Var ekki í myndinni að fara á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2012 08:00 Eva Hannesardóttir verður í fyrstu íslensku boðsundsveitinni sem keppir á Ólympíuleikum. fréttablaðið/anton Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar." Sund Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar."
Sund Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira