Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira