Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Guðmundur leggur mikið á sig til þess að spila körfubolta í Þorlákshöfn. fréttablaðið/valli „Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur." Dominos-deild karla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
„Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur."
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira