Sagan í sorpinu 20. apríl 2012 08:00 Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Fornleifafræðingarframtíðarinnar verða líka að hafa úr einhverju að moða. Hvað ætli við vissum svo sem um daglegt líf á Íslandi á elleftu öld ef ekki kæmu til sorphaugar fyrir utan híbýli, með hálfsteingerðum matarleifum og móösku? Viljum við að framtíðarvitneskjan um okkur verði eingöngu byggð á þeirri nákvæmu skráningu sem fer fram á gjörðum okkar, hugsunum og tilfinningum? Viljum við að sjónvarpsfréttir, dagblöð,Facebook og tölvutækar ljósmyndir verði einu heimildirnar um okkur eftir nokkur hundruð ár? Nú hefur hópur fólks tekið sig saman og ætlar að þurrka út á einum degi allar heimildir um hvað var étið og drukkið og sprengt veturinn 2011-2012. Á einum degi á að hrifsa burt ruslið sem við sjálf höfum svo einbeitt komið fyrir á þýðingarmiklum svæðum í daglegu lífi, svo sem í kringum verslanir og skyndibitastaði, til leiðbeiningar fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar sem og staðfestingar á tilvist okkar fyrir okkur sjálfum.Einn svartur ruslapoki á að þurrka út heilan vetur í neyslulífi okkar, vetur af prinspólói, pitsukössum og plastpokum, flugeldatertur áramótanna sem enn prýða skotsvæðin, tætlurnar, rifrildin, draslið... þessi einkenni samtímans sem jafnframt eru svo sterkur vitnisburður um okkur sjálf. Því svona viljum við hafa það, annars myndum við ekki henda rusli út á götu, undir runna og í blómabeð án þess að hugsa eða líta um öxl. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Fornleifafræðingarframtíðarinnar verða líka að hafa úr einhverju að moða. Hvað ætli við vissum svo sem um daglegt líf á Íslandi á elleftu öld ef ekki kæmu til sorphaugar fyrir utan híbýli, með hálfsteingerðum matarleifum og móösku? Viljum við að framtíðarvitneskjan um okkur verði eingöngu byggð á þeirri nákvæmu skráningu sem fer fram á gjörðum okkar, hugsunum og tilfinningum? Viljum við að sjónvarpsfréttir, dagblöð,Facebook og tölvutækar ljósmyndir verði einu heimildirnar um okkur eftir nokkur hundruð ár? Nú hefur hópur fólks tekið sig saman og ætlar að þurrka út á einum degi allar heimildir um hvað var étið og drukkið og sprengt veturinn 2011-2012. Á einum degi á að hrifsa burt ruslið sem við sjálf höfum svo einbeitt komið fyrir á þýðingarmiklum svæðum í daglegu lífi, svo sem í kringum verslanir og skyndibitastaði, til leiðbeiningar fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar sem og staðfestingar á tilvist okkar fyrir okkur sjálfum.Einn svartur ruslapoki á að þurrka út heilan vetur í neyslulífi okkar, vetur af prinspólói, pitsukössum og plastpokum, flugeldatertur áramótanna sem enn prýða skotsvæðin, tætlurnar, rifrildin, draslið... þessi einkenni samtímans sem jafnframt eru svo sterkur vitnisburður um okkur sjálf. Því svona viljum við hafa það, annars myndum við ekki henda rusli út á götu, undir runna og í blómabeð án þess að hugsa eða líta um öxl. Eða hvað?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun