Vel útfært og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 12. apríl 2012 14:00 Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið