Bókmenntafræði hversdagsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. mars 2012 06:00 Leitið og þér munuð finna." Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans. Samkvæmt þessari kenningu eru Íslendingar upp til hópa útfarnir bókmenntafræðingar. Mann rekur í roga-stans oft á dag við að lesa þær ólíku túlkanir frétta og umræðugreina sem lesa má úr athugasemdum á fréttasíðum og samskiptasíðum. Það sem einn les sem sláandi rök fyrir inngöngu í ESB les annar sem heiðskýrt dæmi um þann hrylling sem inngangan hefði í för með sér. Grein þar sem karlmaður viðrar víðsýni sína og femínísk viðhorf, og hlýtur fyrir lof frjálslyndra kynbræðra sinna, lesa róttækir femínistar sem enn eina varnarræðuna fyrir ríkjandi gildi feðraveldisins og fyrirlitningu á konum. Frétt um skelfilega árás á innheimtulögfræðing er ýmist lesin sem hræðilegur mannlegur harmleikur eða sem birtingarmynd réttlátrar reiðinnar sem þjóðin beri til banka og innheimtustofnana. Og svo framvegis út í hið óendanlega. Allar þessar túlkanir eiga þó eitt sameiginlegt: Þeir sem setja þær fram eru handvissir um að þær byggi á réttum skilningi. Fegurðin býr í auga þess sem horfir og skilningurinn í huga þess sem les. Enda lesskilningur til þess að gera nýtt hugtak sem sást ekki á prenti fyrr en á sjöunda áratugnum. Fram að þeim tíma áttu menn bara að kunna hlutina utan að og muna þá um aldur og ævi, skítt með allan skilning. Kannski er það sú kennsluaðferð sem ábyrg er fyrir þessum einstrengingshætti í túlkunum íslenskra lesenda. Þeir halda sig við það sem þeir kunna og muna. Hlutirnir eru bara svona og ekkert svigrúm fyrir ný sjónarhorn. Menn eru annað hvort í þessu liðinu eða hinu og stranglega bannað að svíkja lit með því að taka undir málflutning einhvers í hinu liðinu hversu skynsamlegur sem hann annars er. Hin eina rétta skoðun er ekki sveigjanleg. Það vekur því nokkra furðu að þar til gerð yfirvöld og skrifandi rithöfundar skuli óttast skort á lesskilningi hjá íslenskum unglingum. Er hann ekki bara í samræmi við íslenska lestrarhefð? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Leitið og þér munuð finna." Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans. Samkvæmt þessari kenningu eru Íslendingar upp til hópa útfarnir bókmenntafræðingar. Mann rekur í roga-stans oft á dag við að lesa þær ólíku túlkanir frétta og umræðugreina sem lesa má úr athugasemdum á fréttasíðum og samskiptasíðum. Það sem einn les sem sláandi rök fyrir inngöngu í ESB les annar sem heiðskýrt dæmi um þann hrylling sem inngangan hefði í för með sér. Grein þar sem karlmaður viðrar víðsýni sína og femínísk viðhorf, og hlýtur fyrir lof frjálslyndra kynbræðra sinna, lesa róttækir femínistar sem enn eina varnarræðuna fyrir ríkjandi gildi feðraveldisins og fyrirlitningu á konum. Frétt um skelfilega árás á innheimtulögfræðing er ýmist lesin sem hræðilegur mannlegur harmleikur eða sem birtingarmynd réttlátrar reiðinnar sem þjóðin beri til banka og innheimtustofnana. Og svo framvegis út í hið óendanlega. Allar þessar túlkanir eiga þó eitt sameiginlegt: Þeir sem setja þær fram eru handvissir um að þær byggi á réttum skilningi. Fegurðin býr í auga þess sem horfir og skilningurinn í huga þess sem les. Enda lesskilningur til þess að gera nýtt hugtak sem sást ekki á prenti fyrr en á sjöunda áratugnum. Fram að þeim tíma áttu menn bara að kunna hlutina utan að og muna þá um aldur og ævi, skítt með allan skilning. Kannski er það sú kennsluaðferð sem ábyrg er fyrir þessum einstrengingshætti í túlkunum íslenskra lesenda. Þeir halda sig við það sem þeir kunna og muna. Hlutirnir eru bara svona og ekkert svigrúm fyrir ný sjónarhorn. Menn eru annað hvort í þessu liðinu eða hinu og stranglega bannað að svíkja lit með því að taka undir málflutning einhvers í hinu liðinu hversu skynsamlegur sem hann annars er. Hin eina rétta skoðun er ekki sveigjanleg. Það vekur því nokkra furðu að þar til gerð yfirvöld og skrifandi rithöfundar skuli óttast skort á lesskilningi hjá íslenskum unglingum. Er hann ekki bara í samræmi við íslenska lestrarhefð? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun