Samfélag tómu tunnanna 21. mars 2012 06:00 Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar. Í grunnskóla einkenndust rifrildi oftar en ekki af sleggjudómum. Eitthvert áberandi einkenni viðkomandi var tekið fyrir og úthrópað. Rautt hár, gleraugu, þéttur vöxtur, bólur, augu sem horfðu hvort í sína áttina; allt var þetta tínt til og nýtt í rifrildum ungra barna. Á stundum fóru menn yfir strikið og út brutust stympingar, en mestan part þótti þetta ágætis leið til að lýsa óánægju sinni. Það var til að mynda óræk sönnun þess að viðkomandi líkaði illa við mig þegar ég var kallaður Proppé-dýrið, sem var reyndar ansi oft, nú þegar ég hugsa út í það. Umræðan á Íslandi minnir oftar en ekki á þessar orðahnippingar. Það er eins og við höldum að háreysti, gífuryrði og sleggjudómar séu rökfræðitól. Svo er ekki. Það er undantekningarlítið svo að sá sem hrópar hæstu og ljótustu orðin hefur minnst til síns máls. Sá sem öskrar í rifrildum er aldrei að vinna, hann er aðeins að sýna fram á reiði sem hann ræður ekki við og öskrar því í stað þess að beita rökum. Þá eru þeir ótaldir sem hrópa úlfur, úlfur sí og æ. Hefði helmingur af þeim ávirðingum sem stjórnarandstaðan hefur borið á ríkisstjórnina þetta kjörtímabil ræst væri Ísland nú sokkið í sæ og upp gysi brennisteinsfnykur. Eins virðist stjórnarþingmönnum fyrirmunað að sjá nokkurt ljós í starfi stjórnarandstöðunnar og raunar virðist forsætisráðherra telja eitt helsta mein landsins að Sjálfstæðisflokkurinn sé yfir höfuð til. Það litla gildi sem slíkar upphrópanir hafa missa gildi sitt við endurtekningu; ekki ósvipað og þegar fréttastjórar byrja upp úr hádegi að kvarta yfir efnisleysi í blaði morgundagsins. Úlfur, úlfur hljómar nú úr öllum hornum. Lögreglan útmálar einhverja gaura í leðurvestum sem glæpasnillinga og gæti landsmenn ekki að sér megi ítalska mafían fara að vara sig. Evrópusambandið virðist hafa verið stofnað til að níðast á Íslendingum, Vinstri græn vinna að stofnun Gúlags, að ekki sé talað um femínistana sem fyrir það eitt að segja skoðanir sínar eru úthrópaðir sem undirrót alls ills í samfélaginu. Æ, er þetta ekki orðið ágætt. Það ætti að vera þroskamerki að vaxa upp úr svona stælum, því það bylur hæst í tómri tunnu. Er ekki kominn tími til að fullorðnast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar. Í grunnskóla einkenndust rifrildi oftar en ekki af sleggjudómum. Eitthvert áberandi einkenni viðkomandi var tekið fyrir og úthrópað. Rautt hár, gleraugu, þéttur vöxtur, bólur, augu sem horfðu hvort í sína áttina; allt var þetta tínt til og nýtt í rifrildum ungra barna. Á stundum fóru menn yfir strikið og út brutust stympingar, en mestan part þótti þetta ágætis leið til að lýsa óánægju sinni. Það var til að mynda óræk sönnun þess að viðkomandi líkaði illa við mig þegar ég var kallaður Proppé-dýrið, sem var reyndar ansi oft, nú þegar ég hugsa út í það. Umræðan á Íslandi minnir oftar en ekki á þessar orðahnippingar. Það er eins og við höldum að háreysti, gífuryrði og sleggjudómar séu rökfræðitól. Svo er ekki. Það er undantekningarlítið svo að sá sem hrópar hæstu og ljótustu orðin hefur minnst til síns máls. Sá sem öskrar í rifrildum er aldrei að vinna, hann er aðeins að sýna fram á reiði sem hann ræður ekki við og öskrar því í stað þess að beita rökum. Þá eru þeir ótaldir sem hrópa úlfur, úlfur sí og æ. Hefði helmingur af þeim ávirðingum sem stjórnarandstaðan hefur borið á ríkisstjórnina þetta kjörtímabil ræst væri Ísland nú sokkið í sæ og upp gysi brennisteinsfnykur. Eins virðist stjórnarþingmönnum fyrirmunað að sjá nokkurt ljós í starfi stjórnarandstöðunnar og raunar virðist forsætisráðherra telja eitt helsta mein landsins að Sjálfstæðisflokkurinn sé yfir höfuð til. Það litla gildi sem slíkar upphrópanir hafa missa gildi sitt við endurtekningu; ekki ósvipað og þegar fréttastjórar byrja upp úr hádegi að kvarta yfir efnisleysi í blaði morgundagsins. Úlfur, úlfur hljómar nú úr öllum hornum. Lögreglan útmálar einhverja gaura í leðurvestum sem glæpasnillinga og gæti landsmenn ekki að sér megi ítalska mafían fara að vara sig. Evrópusambandið virðist hafa verið stofnað til að níðast á Íslendingum, Vinstri græn vinna að stofnun Gúlags, að ekki sé talað um femínistana sem fyrir það eitt að segja skoðanir sínar eru úthrópaðir sem undirrót alls ills í samfélaginu. Æ, er þetta ekki orðið ágætt. Það ætti að vera þroskamerki að vaxa upp úr svona stælum, því það bylur hæst í tómri tunnu. Er ekki kominn tími til að fullorðnast?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun