Skytturnar þrjár eru nú í Napólí Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. febrúar 2012 07:00 Stórskemmtilegir Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani.nordicphotos/getty Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira