Er Barca enn besta liðið? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. febrúar 2012 07:00 nordicphotos/getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira