Heiðar í hóp hinna útvöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2012 07:00 Heiðar Helguson með styttuna góðu þegar hann tók við henni í Lundúnum fyrr í vikunni. Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira